Veiði hefst á Arnarvatnsheiði í næstu viku

Opnað verður fyrir sölu veiðileyfa á Arnarvatnsheiði venju samkvæmt 15. júní. Að sögn Snorra Jóhannessonar veiðivarðar lítur heiðin vel út eftir vorið og færð verður orðin góð. Hann vekur athygli á að búið er að breyta vaðinu á Norðlingafljóti þar sem farið er í Úlfsvatn, færa það lítið eitt neðar. Veiðileyfi eru sem fyrr seld í Hálsakoti, söluskúr við Hraunfossa.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir