Rafmagnslaust næstu nótt á Snæfellsnesi

Í tilkynningu nú í morgun frá Rarik kemur fram að raforkunotendur á Staðarsveitar- og Laugargerðislínu á Snæfellsnesi verða án rafmagns næstu nótt, aðfararnótt föstudagsins 10. júní frá miðnætti og til klukkan 07. Búast má við rafmagnstruflunum á þessum tíma á öllu norðanverðu Snæfellsnesi, en víðtækt straumleysi verður í Eyja- og Miklaholtshreppi og Kolbeinstaðahreppi. Verið er að vinna við 66 kV flutningslínu Landsnets. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Líkar þetta

Fleiri fréttir