Öll heimili fengu fjölnota burðarpoka

Heiðarsóley, umhverfisblað Heiðarskóla, kom inn á heimili í Hvalfjarðarsveit í síðustu viku. Með blaðinu fylgdu fjölnota burðarpokar, einn poki á hvert heimili í sveitarfélaginu. Pokarnir eru gjöf frá börnunum í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar en börnin vilja hvetja fólk til að draga úr plastpokanotkun og nota frekar fjölnota poka. Á pokunum eru tvær myndir, önnur var teiknuð af barni í Heiðarskóla og hin af barni á Skýjaborg.

Líkar þetta

Fleiri fréttir