Aukin fagþekking og bætt umhirða grasvalla er nauðsynleg

Umræðan um hvort leika skuli knattspyrnu á grasi eða gervigrasi hefur reglulega skotið upp kollinum hér á landi undanfarin ár. Grasvallafræðingurinn Haraldur Már Stefánsson er búsettur í Borgarnesi. Hann á og rekur fyrirtækið HMS-golf og hefur undanfarin ár sinnt umhirðu og viðhaldi Skallagrímsvallar. Honum þykir umræðan um gras og gervigras almennt ekki alveg hugsuð til enda. „Ég er alltaf að velta þessari umræðu fyrir mér. Ekki aðeins vegna starfs míns heldur vegna þess að við hér á Íslandi höfum tækifæri til að gera grasvellina miklu betri en þeir eru margir hverjir,“ segir hann. Það má segja að Skallagrímsvöllurinn í Borgarnesi sé augljóst dæmi um hvað markviss vinnubrögð með stuðningi vísindanna hafa gefið góða raun.

Sjá viðtal við Harald Má í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir