Þingmenn ræða bann við verkfalli flugumferðarstjóra

Alþingi var kallað saman til aukafundar í dag. Meginefni fundarins var fyrsta umræða um frumvarp innanríkisráðherra sem bannar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra, takist ekki að semja fyrir 24. júní nk. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti frumvarpið í morgun. Deildar meiningar voru meðal þingmanna um málið. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði frumvarpið hins vegar nauðsynlegt. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hve skammur aðdragandinn væri að málinu og að ríkisstjórnin hafi ítrekað gripið inn í kjaradeilur. Samkvæmt frumvarpinu á gerðardómur í kjaradeilunni, verði hann skipaður, að taka mið af launaþróun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði. Gera má ráð fyrir að frumvarpið verði afgreitt sem lög í dag eftir umræður í nefnd og þingfundum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir