Skagamenn spila í bikarnum á morgun

Skagamenn mæta Breiðabliki í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu karla á morgun. Skagamenn komust síðast í 16-liða úrslit bikarsins árið 2013 og mættu þá einnig liði Breiðabliks. Sá leikur fór í framlengingu en í henni hrundi leikur Skagamanna og fengu þeir á sig þrjú mörk.

Leikið verður á Akranesvelli klukkan 19:15 og má búast við spennandi viðureign. Ekki hefur gengið vel hjá Skagamönnum í Pepsi deildinni í sumar og vonast því stuðningsmenn eftir bikarævintýri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir