Frá útskriftinni. F.v. Þór Pálsson aðstoðarskólameistari, Anna Kristín Ólafsdóttir og Jón B Stefánsson skólameistari.

Móðir á Akranesi dúxaði í Tækniskólanum

Skagakonan Anna Kristín Ólafsdóttir dúxaði nú á dögunum þegar hún útskrifaðist frá Tækniskólanum. Hún lærði grafíska miðlun við skólann og útskrifaðist með einkunnina 9,85. Anna Kristín er þrítug að aldri og útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 2006. Að því búnu lærði hún þjóðfræði við Háskóla Íslands og tók síðan meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun við sama skóla. Hún segir bæði fögin hafa verið mjög áhugaverð. „Í menningarmiðlun snerist námið mikið um hvernig hægt væri að koma sínu efni á framfæri, svo sem í formi sýninga, heimildamynda eða á netinu. Þetta fannst mér mjög skemmtilegt og í kjölfarið kviknaði áhugi á að öðlast meiri færni í að miðla efni á ýmsa vegu og langaði mig þá sérstaklega að bæta við þekkingu varðandi tæknilegu hliðina,“ segir Anna Kristín í samtali við Skessuhorn. Hún segir í framhaldinu hafa ákveðið að læra grafíska miðlun við Upplýsingatækniskólann, þar sem hún gæti öðlast þá viðbótarkunnáttu sem hún var að leita eftir.

Nánar er rætt við Önnu Kristínu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir