Dúxaði sautján ára gömul frá MB

Hin sautján ára Anna Þórhildur Gunnarsdóttir frá Brekku í Norðurárdal er dúx Menntaskóla Borgarfjarðar. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með 9,79 í meðaleinkunn. Hún hlaut einnig viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í dönsku, íslensku, tungumálum, náttúruvísindum og stærðfræði. Þá fékk hún viðurkenningu fyrir afburða árangur á lokaverkefni, ásamt fjórum öðrum nemendum. Önnu Þórhildi hefur alla tíð gengið vel í námi. „Ég hef alltaf reynt mitt besta og uppskorið eftir því. Ég sleppti tíunda bekk og fór beint í menntaskóla eftir níunda bekk. Það stóð þannig á námslega séð. Ég var búin að taka nokkra áfanga í menntaskólanum og fékk að fara beint þangað í stað þess að vera í nokkrum fögum í báðum skólunum,“ segir Anna Þórhildur sem áður var nemandi í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi.

Nánar er rætt við þessa ungu og harðduglegu konu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira