Dúxaði sautján ára gömul frá MB

Hin sautján ára Anna Þórhildur Gunnarsdóttir frá Brekku í Norðurárdal er dúx Menntaskóla Borgarfjarðar. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með 9,79 í meðaleinkunn. Hún hlaut einnig viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í dönsku, íslensku, tungumálum, náttúruvísindum og stærðfræði. Þá fékk hún viðurkenningu fyrir afburða árangur á lokaverkefni, ásamt fjórum öðrum nemendum. Önnu Þórhildi hefur alla tíð gengið vel í námi. „Ég hef alltaf reynt mitt besta og uppskorið eftir því. Ég sleppti tíunda bekk og fór beint í menntaskóla eftir níunda bekk. Það stóð þannig á námslega séð. Ég var búin að taka nokkra áfanga í menntaskólanum og fékk að fara beint þangað í stað þess að vera í nokkrum fögum í báðum skólunum,“ segir Anna Þórhildur sem áður var nemandi í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi.

Nánar er rætt við þessa ungu og harðduglegu konu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir