Á vampíruhátíð í Transylvaníu

Skagamaðurinn Knútur Haukstein Ólafsson varð heldur betur undrandi í byrjun apríl þegar hann fékk tölvupóst frá kvikmyndahátíðinni International Vampire Film and Arts Festival þess efnis að stuttmynd hans, Drakúla, hefði komist inn á hátíðina sem haldin var dagana 26. – 29. maí. Stuttmynd Knúts er skopstæling á kvikmyndinni Dracula eftir Tod Browning sem frumsýnd var árið 1931. „Ég trúði þessu varla og þurfti að lesa yfir tölvupóstinn tvisvar sinnum. Við erum fjórir sem stóðum að þessari mynd; ég sjálfur, Arnór Elís Kristjánsson og Heimir Snær Sveinsson en saman myndum við hópinn Flying Bus sem hefur verið að gera alls konar stuttmyndir og myndbönd í sex ár. Ásamt okkur var bróðir minn Matthías Haukstein Ólafsson með tvö hlutverk í þessari mynd,“ segir Knútur.

 

Rætt er við Knút í Skessuhorni sem kom út í morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir