Báturinn kominn í örugga höfn. Ljósm. tfk.

Vélarvana bátur dreginn til hafnar

Strandveiðibáturinn Sindri RE 46 varð vélarvana þar sem hann var við veiðar á Breiðafirði í gær. Björgunarsveitirnar Klakkur í Grundarfirði og Lífsbjörg í Snæfellsbæ voru kallaðar á vettvang og náðu til bátsins fljótlega. Veður var gott og því til þess að gera lítil hætta á ferðum. Klakksmenn hófu að draga bátinn áleiðis til Grundarfjarðar en báturinn Björg frá Rifi kom fljótlega á vettvang og tók við drættinum og skilaði Sindra í örugga höfn í Grundarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir