Skógræktin er sameinuð ný stofnun

Frumvarp um nýja skógræktarstofnun var afgreitt á Alþingi á fimmtudaginn með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Með samþykkt laganna renna saman í eina stofnun Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt. Verkefnin eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar og Suðurlandsskógar ásamt því að umsjón með Hekluskógum flyst með inn í nýja stofnun einnig. Kveðið er á um það í lögunum að hin nýja stofnun skuli heita Skógræktin. Á næstu vikum verður unnið að því að hanna útlit nýrrar stofnunar með vefsíðu, nýju merki og þess háttar. Fljótlega verður skipurit stofnunarinnar kynnt ráðherra ásamt stefnuskjölum og markmiðum. Einnig verða lausar stjórnunarstöður auglýstar til umsóknar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir