Óku útaf því treyst var á GPS tækin

Um tugur umferðaróhappa varð í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Tvö þeirra má rekja til þess að ökumenn treystu í blindni á svokölluð gps leiðstögutæki sem komið hefur verið fyrir í mörgum bílum. Erlendur ökumaður sem ók eftir leiðsögn gps tækis vestur Snæfellsnesveg var á of miklum hraða og náði því ekki hægri beygju við Vegamót inn á Vatnaleiðina, þegar tækið sagði honum að beygja.  Ökumaður og farþegar sluppu ómeiddir að mestu en bíllinn var mikið skemmdur og óökuhæfur. Hliðstætt mál varð nýlega við Heydalsvegamótin en þar endaði ökuferð útlendinga ofan í vegskurði þegar beygt var skyndilega samkvæmt leiðbeiningum gps tækis, án þess að gætt væri að ökuhraðanum.  Í því óhappi endaði einn farþeginn á sjúkrahúsi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir