Nafn konunnar sem lést

Fullorðin kona lést og fjórir slösuðust í hörðum árekstri fólksbíls og jeppa í Hvalfjarðargöngum skömmu fyrir klukkan 14 á sunnudaginn. Konan sem lést hét Ingrún Ingólfsdóttir, 67 ára hjúkrunarfræðingur búsett í Hafnarfirði. Ingrún lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins, fjöldi sjúkrabifreiða frá Reykjavík og Akranesi var sendur á vettvang, tækjabílar slökkviliðs, lögregla og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hvalfjarðargöngum var lokað í kjölfarið og næstu þrjá tíma og umferð beint um þjóðveginn fyrir Hvalfjörð. Þetta er alvarlegasta slysið og fyrsta banaslysið í Hvalfjarðargöngum frá því þau voru opnuð 11. júlí 1998. Samkvæmt upplýsingum sjónarvotta skullu fólksbifreiðin og jeppinn saman þegar þeim síðarnefnda var ekið yfir á rangan vegarhelming. Tveir voru í jeppanum en þrír í fólksbílnum, allt fullorðið fólk. Þeir sem slösuðust hafa allir verið útskrifaðir af gjörgæsludeild.

Líkar þetta

Fleiri fréttir