Svipmynd af Jethro Tull tónleikunum á Akranesi í september 1992.

Jethro Tull og Black Sabbath á tónleikum á Akranesi

Nú stendur yfir hópfjármögnun á heimildamynd sem fjallar um tónleikana Skagarokk sem haldnir voru árið 1992 á Akranesi. Inn á vefsíðunni karolinafund.com getur fólk keypt sér fyrirfram bíómiða og fleira til þess að styðja við framleiðslu myndarinnar. Heiðar Mar Björnsson er einn af aðstandendum myndarinnar. Hann segir að sagan sé áhugaverð: „Það að Jethro Tull og Black Sabbath spiluðu á rokktónleikum í Íþróttahúsinu á Vesturgötu sömu helgina er eitt og sér mjög merkilegt. Þetta eru tvö risastór nöfn í rokksögunni. Síðan er sagan í kringum tónleikana sjálfa einnig merkileg,“ segir Heiðar. „Það eru ýmsar sögur sem tengjast tónleikunum, sumir muna kannski eftir að tónleikarnir fóru ekki vel í Gunnar í Krossinum sem talaði um að á Akranes væri að koma vond sending frá sjálfum djöflinum,“ bætir Heiðar við.

Nánar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir