Ingólfur Ásgeirsson með 14 punda fallegan fisk úr Brennunni, fyrsta lax sumarsins þar. Ljósm. gb.

Fyrsti laxinn á land úr Brennunni

Laxveiðin byrjar heldur betur vel og virðist fiskur genginn í flestar ef ekki allar veiðiárnar á Vestulandi. Mest af fiski er komið í Norðurá og í Þverá en þar hefst veiði ekki fyrr en 12. júní. ,,Það er komið ótrúlega mikið af fiski í Þverá og Kjarará,“ sagði einn af þeim fjölmörgu sem hafa kíkt í Þverá, það var fiskur við fisk í hylnum sem skimaður var.

Ingólfur Ásgeirsson veiddi fyrsta lax sumarins í Brennunni, 14 punda fallegan fisk. Þá er fyrsti laxinn einnig kominn á land í Straumunum. Það verður spennandi að sjá þegar Langá, Þverá, Flókadalsá, Grímsá, Laxá í Leirársveit, Laxá í Kjós og aðrar vestlenskar ár verða opnar. Laxar virðast vera gengnir í þær flestar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira