Texti: Jón Sindri Emilsson. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.

Fyrsta skóflustunga að reiðskemmu í Hólminum

Í liðinni viku var fyrsta skóflustunga tekin að nýrri reiðskemmu í Stykkishólmi. Hesteigendafélag Stykkishólms stendur að framkvæmdunum sem miðað er á að ljúka í haust. Nadine E. Walter formaður félagsins segir skemmuna mikilvæga fyrir hesta og menn, og ekki síst fyrir ungu kynslóðina. Fram að þessu hefur einungis verið reiðkennsla fyrir börn yfir sumartímann en með tilkomu nýju skemmunar er ekkert sem stendur í vegi þess að bjóða upp á reiðnámskeið yfir veturinn. Hesteigendafélagið fékk styrk fyrir skemmunni frá Stykkishólmsbæ auk þess að hafa safnað nálægt sex milljónum króna sjálf. Til stendur að reisa þrjár reiðskemmur á Snæfellsnesi á næstunni; þessa í Stykkishómi en auk þess í Ólafsvík og á Lýsuhóli. Reiðskemman í Hólminum verður 18×38 m. að stærð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir