Komið með Sindra að landi í Rifi. Ljósm. þa.

Björgin dró tvo til hafnar í gær

Við sögðum frá því í frétt hér fyrr í morgun að björgunarskip úr Grundarfirði og Rifi komu í gær að björgun Sindra RE eftir að hann varð vélarvana í gærdag á Breiðafirði. Ekki var fyrr búið að draga Sindra til hafnar í Grundarfirði og Björgin rétt lögð af stað heim til Rifs þegar annað útkall barst. Það var Smyrill SH sem bað um aðstoð. Var hann staðsettur út af Gufuskálum. Hafði losnað trissuhjól af vélinni og þurfti að draga hann í land. Atlanticbátur Lífsbjargar; Sæbjörg II, koma fyrst að Smyrli og dró hann á móti Björginni. Kom Björgin með Smyril að landi í Rifi laust eftir klukkan níu í gærkvöldi. Tóku þessi tvö útköll því á sjötta tíma. Gengu þau bæði mjög vel enda blíðskapar veður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir