Tengistöðin á Vatnshömrum í Andakíl.

Straumlaust í gjörvöllum Borgarfirði í nótt

Eftir miðnætti í kvöld, aðfararnótt þriðjudagsins 7. júní, frá miðnætti til kl. 07:00 verður straumlaust um gjörvallan Borgarfjörð norðan Skarðsheiðar. Það mun vera óhjákvæmilegt vegna vinnu í aðveitustöð fyrir rafmagn við Vatnshamra í Andakíl. „Straumleysið nær til alls dreifikerfis Rarik norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrasýslu og þar með allt þéttbýlið svo sem Borgarnes, Bifröst og Hvanneyri. Varavélar verða keyrðar og er ekki gert ráð fyrir að til straumleysis komi á Snæfellsnesi. Landsnet ráðgerir að vinna á flutningslínukerfi sínu á Snæfellsnesi dagana 8.-10. júní og á ekki að koma til straumleysis hjá notendum þar sem varavélar verða keyrðar meðan á þeirri vinnu stendur,“ segir í tilkynningu frá Rarik.

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími er: 528-9390.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira