Höfnin í Stykkishólmi. Ljósm. jse.

Segir rangt að viðbragðaðilar hafi ekki mætt

Lögreglan á Vesturlandi hefur gert athugasemd við frétt sem birt var hér á vefnum fyrr í dag og segir hana beinlínis ranga. Í fréttinni segir frá því að maður hafi fallið í höfnina í Stykkishólmi aðfararnótt sjómannadags og nærstaddir komið honum til bjargar. Viðbragðsaðilar hafi ekki komið á staðinn þrátt fyrir að hringt hafi verið í Neyðarlínuna og liðu að lágmarki 10-15 mínútur frá því hringt var og þar til maðurinn var kominn á þurrt. „Þarna var auka sjúkrabifreið úr Stykkishólmi mönnuð lögreglumanni og sjúkraflutningamanni og fóru þeir á vettvang. Búið var að gera ráðstafanir til að ræsa út björgunarsveit en hún afturkölluð þegar ljóst var að maðurinn var kominn á þurrt. Maðurinn var svo fluttur með sjúkrabifreiðinni á sjúkrahúsið í Stykkishólmi,“ segir Jón S Ólafsson yfrilögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi.

Athugasemd ritstjóra kl. 16:11: Fyrrgreinda frétt, sem vísað er til, ritaði fréttaritari í Stykkishólmi og studdist hann við frásögn tveggja vitna. Staðhæft er að engir viðbragðsaðilar hafi mætt frá því maðurinn féll í höfnina og þar til búið var að koma honum á land að nýju. Liðið hafi 10-15 mínútur. Eftir það leystist hópurinn upp. Þá hafi komið sjúkrabifreið og flutt hinn blauta á sjúkrahús. Efnislega stendur því fyrri frétt á Skessuhorn.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira