Oddný og Logi hafa nú tekið við forystu í Samfylkingunni.

Samfylkingin kaus sér nýja forystusveit

Oddný Harðardóttir alþingismaður var kosin nýr formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fór um liðna helgi. Fjórir voru í kjöri. Logi Einarsson bæjarfulltrúi á Akureyri fór með sigur í varaformannskjörinu. Nýr ritari er Óskar Steinn Ómarsson stjórnmálafræðinemi, gjaldkeri Hákon Óli Guðmundsson verkfræðingur og formaður framkvæmdastjórnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi.

Auk þess að kjósa nýja forystusveit kom samfylkingarfólk saman til að hafa áhrif á stefnu flokksins og var fundurinn haldinn undir yfirskriftinni: „Eitt samfélag fyrir alla“ og þar vísað til markmiðs jafnaðarmanna að Ísland verði samfélag þar sem allir fái tækifæri og þar sem allir taki þátt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir