Höfnin í Stykkishólmi. Ljósm. jse.

Engin hjálp viðbragðsaðila þegar maður féll í sjóinn

Aðfararnótt sjómannadagsins féll maður í höfnina í Stykkishólmi. Að sögn viðstaddra var hann talsvert drukkinn. Hópur fólks var fyrir utan Sjávarpakkhúsið þegar óhappið varð og klifruðu tveir menn niður bryggjukantinn og komu honum til aðstoðar. Illa gekk að ná manninum upp úr sjónum en honum var haldið á floti á meðan aðrir tveir, sem voru á svæðinu, náðu í bát sem maðurinn var svo dregin upp í. Hringt var í neyðarlínuna um leið og maðurinn féll í sjóinn og var stöðugu sambandi haldið á meðan þetta átti sér stað. Engin lögregla mætti á svæðið þar sem hún var stödd í Ólafsvík og ekki var sendur sjúkrabíll né björgunarsveit kölluð út. Að sögn viðstaddra var maðurinn í sjónum í 10-15 mínútur og undraði fólk sig á að engin hjálp hefði verið send á vettvang. Þegar manninum hafði verið komið á land leystist hópurinn upp og hver hélt sína leið og enn voru engir viðbragðsaðilar sjáanlegir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir