Útskriftarhópurinn ásamt rektor LbhÍ.

Brautskráð frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

Síðastliðinn föstudag fór brautskráning fram við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Athöfnin var í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Dr. Björn Þorsteinsson flutti ræðu og óskaði nemendum velfarnaðar í framtíðinni. Alls útskrifuðust 35 nemendur af búfræðibraut, ellefu úr fjarnámi og 24 úr staðarnámi. Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á búfræðiprófi sem og góðan árangur í nautgriparækt. Arnar Már Sigurðsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í bútæknigreinum og einnig fyrir góðan árangur í hagfræðigreinum. Karen Helga Steinsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og Einar Dan Jepsen hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í námsdvöl.

Þá var einnig útskrifað á háskólabrautum. 13 nemendur útskrifuðust með BS próf af Búvísindabraut og Hestafræðibraut. Verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi á Búvísindabraut hlaut Egill Gautason. Fjórir nemendur luku BS prófi í Náttúru- og umhverfisfræði. Jónína Hólmfríður Pálsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur á BS prófi á brautinni. Fimm nemendur luku BS prófi á Skógfræði- og landgræðslubraut. Bergþóra Jónsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi á brautinni. Þá útskrifuðust átta nemendur með BS próf af Umhverfisskipulagsbraut. Ruth Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í skipulagsfögum, góðan árangur í plöntunotkun sem og góðan námsárangur á námsbrautinni.  Þá fékk Anna Kristín Guðmundsdóttir viðurkenningu frá kennurum brautarinnar fyrir óeigingjarnt framlag til styrktar brautinni. Ruth Guðmundsdóttir hlaut einnig verðlaun fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á BS prófi með einkunina 9,6. Egill Gautason hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á BS prófi með einkunina 9,02. Naomi Désirée Bos hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi en einungis munaði 0,02 á þeim Agli í einkunn.

Fjórir nemendur luku MS prófi í Skipulagsfræðum og hlaut Myrra Ösp Gísladóttir verðlaun fyrir góðan námsárangur á brautinni. Þá lauk Hrannar Smári Hilmarsson rannsóknarmiðuðu meistaranámi.

Um tónlistarflutning á útskriftarathöfninni sáu Anna Kristín Guðmundsóttir og Eva Margret Eiríksdóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir