Kristinn og Kristján kampakátir á árbakkanum. Ljósm. gb.

Fjör og frábær veiði við opunun Norðurár

„Þetta var skemmtilegur fiskur og tók vel í. Það er gaman að byrja sumarið svona,“ sagði Kristinn Sigmundsson söngvari en hann var ásamt öðrum stórsöngvara, Kristjáni Jóhannssyni, við opnun Norðurár í gær. Kristinn veiddi 94 sentimetra fisk á fluguna Hauginn og er það fyrsti lax veiðisumarsins á land. „Já, þetta var barátta og hann var erfiður á tímabili en þetta hafðist þegar Kristján kom með háfinn. Fiskurinn fór á taugum við að sjá Kristján,“ sagði Kristinn ennfremur, skellihló um leið og hann sleppti laxinum aftur.

„Það er fátt skemmtilegra en þetta. Þó að þessir þrír laxar sem ég setti í hafi sloppið. Þetta var skemmtilegur félagsskapur,“ sagði Kristján Jóhannsson sem var ánægður með daginn.

Einar Sigfússon sölustjóri Norðurár sagði daginn hafa verið frábæran. „Frábær byrjun, 27 laxar á land fyrsta daginn. Fullkominn dagur,“ sagði Einar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir