Einn látinn og þrír á gjörgæslu

Einn af þeim fimm sem lentu í hörðum árekstri fólksbíls og jeppa í Hvalfjarðargöngum skömmu fyrir klukkan 14 í dag, lést á vettvangi. Fjórir voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspítalann og liggja þrír þeirra á gjörgæsludeild en sá fjórði er í rannsóknum lækna. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins, fjöldi sjúkrabifreiða var sendur á vettvang, tækjabílar slökkviliðs, lögregla og þyrla Landhelgisgæslunnar.  Hvalfjarðargöngum var lokað í kjölfar slyssins og umferð beint um þjóðveginn fyrir Hvalfjörð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir