Bílslys í Hvalfjarðargöngunum

Harður árekstur tveggja bíla varð í Hvalfjarðargöngunum klukkan tvö í dag. Göngunum var lokað og er umferð beint um Hvalfjörð. Samkvæmt fyrstu fréttum voru fimm slasaðir og var viðbragðsáætlun virkjuð á Landspítalanum, en það er gert þegar fjórir eða fleiri slasast. Fimm sjúkrabílar og tækjabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út auk viðbragðsaðila af Vesturlandi. Samkvæmt heimildum RUV voru níu sjúkrabílar kallaðir út vegna slyssins. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út en hún var stödd á Faxaflóa vegna Sjómannadagshátíðarhalda og því fljót á staðinn.

Búast má við að göngin verði lokuð fram undir kvöld.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir