Þreyttir ferðalangar tjölduðu úti á vegi

Jón Hannes Kristjánsson ökukennari setti nokkuð sérstaka mynd inn á Facebook síðu sína í morgun. Myndin er tekin upp á Bröttubrekku en þar má sjá að einhverjir hafa ákveðið að tjalda á miðjum veginum. Gera má ráð fyrir að fólkið í bílnum hafi verið orðið þreytt og þá er vissulega ekki sniðugt að keyra. Það er samt alveg spurning hvort þörf hafi verið á að tjalda úi á miðjum vegi til að hvíla sig. Sjálfsagt hefði verið betri kostur að leggja bílnum og taka smá kríu í honum, halda svo að næsta tjaldsvæði og tjalda þar fyrir nóttina. Vonandi hefur ökumaður bílsins þó verið úthvíldur áður en hann hélt ferð sinni áfram.

Líkar þetta

Fleiri fréttir