Þreyttir ferðalangar tjölduðu úti á vegi

Jón Hannes Kristjánsson ökukennari setti nokkuð sérstaka mynd inn á Facebook síðu sína í morgun. Myndin er tekin upp á Bröttubrekku en þar má sjá að einhverjir hafa ákveðið að tjalda á miðjum veginum. Gera má ráð fyrir að fólkið í bílnum hafi verið orðið þreytt og þá er vissulega ekki sniðugt að keyra. Það er samt alveg spurning hvort þörf hafi verið á að tjalda úi á miðjum vegi til að hvíla sig. Sjálfsagt hefði verið betri kostur að leggja bílnum og taka smá kríu í honum, halda svo að næsta tjaldsvæði og tjalda þar fyrir nóttina. Vonandi hefur ökumaður bílsins þó verið úthvíldur áður en hann hélt ferð sinni áfram.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira