Tökur fóru m.a. fram í Grundaskóla. Ljósm: Facebook Grundaskóla.

Stundin okkar tekin upp á Akranesi

Í fyrradag fóru fram upptökur á efni í sjónvarpsþáttinn Stundina okkar sem sýndur er á RUV. Akranes var fyrsta stopp aðstandenda þáttanna í hringferð þeirra um landið. „Við munum heimsækja 27 staði víðs vegar um landið í sumar og hitta fjögur börn á hverjum stað á aldrinum sex til tólf ára. Við munum skoða staðina með börnunum og láta þau sýna okkur það sem þeim finnst skemmtilegast,“ segir Sigyn Blöndal ein af aðstandendum þáttanna í samtali við Skessuhorn.

Sigyn segir að dagurinn hafi verið frábær á Akranesi og er hún ekki í vafa um að Skagakrakkarnir munu slá í gegn í haust þegar þátturinn verður sýndur. „Þetta eru skemmtilegir krakkar. Við fórum út um allt með þeim; kíktum á fótboltavöllinn, skoðuðum vitann og fóru á Langasand. Þetta var bara frábær dagur.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir