Gunnar hættur skólastjórn

Gunnar Svanlaugsson sleit Grunnskólanum í Stykkishólmi í síðasta skifti í gær, en hann hefur eins og kunnugt er ákveðið að hætta skólastjórn og snúa sér að fararstjórn. Berglind Axelsdóttir tekur við starfi hans. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri þakkaði Gunnari fyrir vel unnin störf í áranna rás. Í ræðu kvaddi Gunnar elstu nemendur sína og bauð þá yngstu velkomna. Fjórir kennarar hætta einnig störfum við skólann, eða þau Trausti Tryggvason, Helga Sveinsdóttir, Alda Leif Jónsdóttir og Elísabet Valdemarsdóttir. Kveðja Gunnars var við hæfi. Hann tók lagið; gamlan rokkara frá því að hann var sjálfur í skólahljómsveit fyrir nokkrum árum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir