Páll og Ingi Þór Guðmundssynir vinna trollin frá grunni. Þeir segja að mikil bylting hafi orðið í veiðarfærunum, en í grunninn séu þetta alltaf sömu handtökin.

Frábært að starfa með sjómönnum

Sjómannadagurinn er dagur sjómanna, en líf og störf sjómanna eru víðar en úti á sjó og fiskveiðar og sjómennska hafa áhrif langt inn fyrir landssteinana. Nægir þar að horfa til fjölskyldna sjómannanna, en þar að auki skapa fiskveiðar fjölmörg störf í landi, bæði við úrvinnslu hráefnis og eins þjónustu við sjávarútveginn. Það var róleg og notaleg stemning þegar tíðindamaður Skessuhorns leit nýverið við á netaverkstæði G.Run í Grundarfirði. Þetta er sögufrægur staður og ekki bara vegna starfseminnar, því verkstæðið hefur í tvígang verið notað til kvikmyndagerðar, í sjónvarpsþáttunum Hrauninu og stuttmyndinni Eyju. Netaverkstæðið gegnir einnig hlutverki samkomustaðar, því þar er spilaður ruslakall klukkan 11 og 14. Fastir spilavinir mæta, ef þeir vakna nógu snemma, og ekki er svindlað meira en þörf þykir. Bræðurnir Páll og Ingi Þór Guðmundsynir ráða hér ríkjum, en þeir hafa verið með puttana í veiðarfærum í um það bil 40 ár. Þeir eru ófáir fiskarnir sem hafa látið fanga sig í veiðarfæri frá þeim bræðrum og komist að því fullreyndu að þau slítur maður, eða fiskur, ekki svo glatt.

Sjá nánar viðtal í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira