Búið að opna nemendasýningu á Malarrifi

Nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla, ásamt Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, opnuðu í gær sýningu í Salthúsinu á Malarrifi í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Sýningin var síðasta skólavetur að beiðni þáverandi þjóðgarðsvarðar, Guðbjargar Gunnarsdóttur. Guðbjörg óskaði eftir því að fá inn í Salthúsið verkefni sem höfðuðu til barna og væru unnin af börnum.

Rósa Erlendsdóttir, deildarstjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla, segir að í Salthúsinu gefi nú meðal annars að líta myndir af Lóndröngum með túlkun á því hvað þeir eru eða gætu verið, upplýsingar unnar úr viðtali við síðustu bændur og vitaverði á Malarrifi um búsetu og lífið þar. „Upplýsingunum er komið fyrir á flettispjöldum og spjöldum í saltfisklíki. Kynjamyndir og tröll fá að njóta sín, leikföng barna í gamla daga eru til sýnis og hægt er að spila minnisspil og teikna myndir til að skilja eftir á töflu. Lögð var áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu við gerð sýningarinnar,“ segir Rósa.

Sýningin verður í Salthúsinu fram á haust og jafnvel lengur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir