Meðfylgjandi myndir af væntanlegri sýningu tók Tómas F Kristjánsson fréttaritari Skessuhorns.

Skipalíkön verða til sýnis á netaverkstæði GRun

Á netaverkstæði Guðmundar Runólfssonar hf í Grundarfirði verður afar merkileg sýning opin yfir sjómannadagshelgina. Þar verða skipalíkön eftir listamanninn og fyrrverandi skipstjórann Grím Karlsson til sýnis og kennir þar ýmissa grasa eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þarna má finna skip sem gerð hafa verið út frá Grundarfirði ásamt gersemum eins og Breiðafjarðar-Svani sem þjónaði í rúm 120 ár í millilandaflutningum. Þarna má einnig sjá Þorstein Þorskabít sem var gerður út frá Stykkishólmi, líkön af fyrstu skipunum sem stunduðu síldveiðar á opnu hafi við Íslandssrendur og svo mætti lengi telja. Við hvert skipslíkan er mappa með upplýsingum og sögu skipsins og því ansi mikinn fróðleik að finna. Líkönin eru hrein listasmíði og bera Grími Karlssyni fagurt vitni. Það er ljóst að enginn verður svikinn af þessari sýningu sem verður opin frá föstudeginum 3. júní til sunnudagsins 5. júní.

Skipamódel á netaverkstæði GRun_3 Skipamódel á netaverkstæði GRun_4 Skipamódel á netaverkstæði GRun_5 Skipamódel á netaverkstæði GRun_2Skipamódel á netaverkstæði GRun_6

Líkar þetta

Fleiri fréttir