Bongóblíða í kortunum

Veðurspástöðvar eru samdóma um að gott veður muni ríkja á landinu næstu daga. Því er spáð að hiti gæti farið yfir 20 stigin um sunnan- og austanvert landið í dag með hægum vindi og að mestu heiðskíru. Á morgun verður hæg breytileg átt eða hafgola um land allt. Inn til landsins verður því léttskýjað og hiti kringum 20 gráður þegar best lætur. Sjór kringum landið er svalur svona snemmsumars og í hlýju lofti gæti því myndast þoka við strendur og þar verður því töluvert svalara. Næstu daga er áfram spáð góðu veðri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir