Píratar í Borgarbyggð koma saman á Blómasetrinu – Kaffi kyrrð.

Píratar í Borgarbyggð hittast á kaffifundum

„Píratar í Borgarbyggð byrja sumarið á því að setja á laggirnar kaffifundi alla fimmtudaga kl. 20:00 á Blómasetrinu, Borgarnesi,“ segir í fréttatilkynningu. „Á kaffifundinn mæta iðulega félagsmenn til að ræða dægurmálin, pólitíkina og ræða sín á milli hvað gæti farið betra hér í byggð og á Vesturlandi. Mikil umræða um vegamál á Vesturlandi hafa verið á fésbókarsíðu félagsins. Sú umræða hefur orðið til þess að félagsmenn hafa stofnað starfshóp “Vegamálaráð Pírata á Vesturlandi” og munu vegamál byggðarinnar verða kortlagðar í sumar og útfærð í stefnu í sumarlok. Hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir í fréttatilkynningu frá Pírötum á á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir