Þessi bíll hafnaði úti í skurði skammt frá Akranesi í liðinni viku.

Nokkur óhöpp í umferðinni

Alls urðu 13 umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Meðal þeirra má nefna að bifhjólamaður á Snæfellsnesi fékk á sig vindhviðu og fauk útaf. Var hann fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Ökumaður sem var einn í bíl missti bílinn útaf við brúna yfir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi, þar sem bíllinn fór nokkrar veltur.  Slapp ökumaðurinn án teljandi meiðsla en var nokkuð lerkaður. Bíllinn var mikið skemmdur og var hann fjarlægður af kranabíl. Einn ökumaður var talinn vera ölvaður og undir áhrifum fíkniefna. Hlaut hann viðeigandi meðferð. Tveir ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira