Í göngum á Holtavörðuheiði. Ljósm. úr safni; Guðmundur Steinar Jóhannsson.

Mega keyra fé á Borghreppingaafrétt eftir 10. júní

Á vef Borgarbyggðar segir í tilkynningu frá afréttarnefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár í Borgarfirði að ákveðið hefur verið að leyfa að sauðfé verði flutt í afrétt eftir 10. júní næstkomandi. Þetta er með fyrra fallinu og helgast af góðri sprettutíð í vor. Þá er spáð bíðviðri næstu daga og mun gróður þá taka vel við sér um vestanvert landið.

Að sögn Kristján F Axelssonar bónda í Bakkakoti hefur fjallskilanefnd fyrir austari hluta Stafholtstungna og Þverárhlíð, sem rekur fé á Holtavörðuheiði, ekki ákveðið hvenær leyft verður að keyra á fjall. Eftir sé að ganga með girðingum og kanna viðhald þeirra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir