Afhenti gestabækur úr vitanum

Í vikunni sem leið var Héraðsskjalasafni Akraness afhentar gestabækur sem gestir Akranesvita hafa ritað nöfn sín í frá 24. mars 2012. Gestabækurnar eru framtak Hilmars Sigvaldasonar vitavarðar en hann opnaði sjálfur vitann fyrir gesti fyrir fjórum árum og hefur verið sívaxandi straumur fólks í hann síðan. Bækurnar eru 20 talsins og hafa í kringum 25 þúsund gestir skrifað í þær. Að sögn Hilmars hafa þó mun fleiri heimsótt vitann og er 21. bókin langt komin. Akranesviti verður opinn fyrir gesti alla daga í sumar á milli klukkan 10 og 16. Alla virka daga verða haldnir tvennir stuttir tónleikar klukkan 14, þar sem nemendur Tónlistarskólans á Akranesi koma fram. Á meðfylgjandi mynd er Hilmar Sigvaldason að afhenda Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur héraðsskjalaverði gestabækurnar tuttugu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir