Mynd sem sýnir hvernig WHO leggja til að einsleitar umbúðir tóbaks líti út.

Tóbakslausi dagurinn er í dag

Norrænu krabbameinssamtökin standa í dag fyrir Tóbakslausa deginum. “Á alþjóðadegi gegn tóbaki, setja norrænu krabbameinsfélögin fram sameiginlegt markmið um að koma í veg fyrir að unglingar ánetjist tóbaki. Norrænu krabbameinsfélögin kalla eftir innleiðingu á einsleitum umbúðum á öllum Norðurlöndunum,“ segir í tilkynningu. Árlegt þing krabbameinssamtaka Norðurlandanna stendur nú yfir á Íslandi en Ragnheiður Haraldsdóttir, fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins. er formaður samtakanna. Samtökin hafa lagt mikla áherslu á að styðja vísindarannsóknir á krabbameini. Félagið lætur einnig til sín taka varðandi ýmis málefni sjúklinga. Nánar um félagið á http://www.ncu.nu/

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.