Frá Langasandi fyrr í vor. Ljósmyndina tók Gísli Gíslason skipper á Jóni Forseta.

Dýfingar af Jóni Forseta á Sjómannadaginn

Í tilefni af Hátíð hafsins stendur Sjóbaðsfélag Akraness, í samvinnu við Björgunarfélag Akraness, fyrir dýfingakeppni í sjónum við Langasand á Akranesi. Dýfingarnar munu fara fram af bátnum Jóni forseta, sem mun lóna á mátulegu dýpi út af ströndinni. Björgunarfélagið verður með báta á staðnum og sér um skutl á sjó ef þörf krefur. Viðburður þessi hefst við Aggapall klukkan 11:00 og verður sjálfan sjómanndaginn, sunnudaginn 5.júní. Þar ætla keppendur og aðrir sjóbaðsfélagar að safnast saman. Þaðan halda þeir síðan út í Jón forseta, annað hvort syndandi eða með báti Björgunarfélagsins. Keppt verður í tveimur greinum, annars vegar hefðbundinni stungu og hins vegar frjálsri aðferð. Aldursflokkar verða tveir, 49 ára og yngri og 50+. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Dómarar verða tveir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir