
Batti er afar sjaldséður fiskur
Nýverið færði Eiríkur Ellertsson á Örfirisey RE Hafrannsóknastofnun afar fáséðan og sérkennilegan fisk. Þessi fiskur nefnist batti (Dibranchus atlanticus) og veiddist í botnvörpu 6. maí síðastliðinn á 695 m dýpi við Reykjaneshrygg. Fiskurinn var 15,5 cm langur. Í frétt Hafró segir að tegund þessi hafi einungis einu sinni áður veiðst við Ísland, svo vitað sé. Sá fiskur veiddist í júní 2007 í botnvörpu á 550-700 m dýpi í Skaftárdjúpi og var 17 cm langur.