Alsæll ferðamaður með fiskinn sinn

Þessi þýski ferðamaður réði sér vart fyrir kæti þegar hann fékk fisk að gjöf frá einum trillukarlinum í Ólafsvík í gær. Rauk hann strax af stað til þess að reyna að flaka fiskinn á borði sem er við höfnina. Viðstöddum var ljóst að ekki var vanur flakari á ferð, en viljinn er allt sem þarf. Leikar fóru þannig að fiskurinn var grillaður með beinum og öllu tilheyrandi síðar í gær og hefur vafalítið smakkast vel.

Líkar þetta

Fleiri fréttir