Alsæll ferðamaður með fiskinn sinn

Þessi þýski ferðamaður réði sér vart fyrir kæti þegar hann fékk fisk að gjöf frá einum trillukarlinum í Ólafsvík í gær. Rauk hann strax af stað til þess að reyna að flaka fiskinn á borði sem er við höfnina. Viðstöddum var ljóst að ekki var vanur flakari á ferð, en viljinn er allt sem þarf. Leikar fóru þannig að fiskurinn var grillaður með beinum og öllu tilheyrandi síðar í gær og hefur vafalítið smakkast vel.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira