
Leyfi gefið til byggingar gróðrarstöðvar
Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur á Akranesi hefur skrifað undir samning um afnot af landi á Miðvogslækjarsvæði á Akranesi og hyggst byggja þar gróðrarstöð. Lóðin sem um ræðir er tæplega þrír hektarar að flatarmáli og við Þjóðveg 15. Skilgreindur er byggingarreitur fyrir starfsmannaaðstöðu á lóðinni, garðyrkjustöð og land til ræktunar. Í frétt um samninginn á vef Akraneskaupstaða segir að öll mannvirki skulu vera færanleg og hægt að taka þau niður með litlum fyrirvara. Leigutími landsins er til tuttugu ára.