Jón Guðmundsson hefur m.a. náð eftirtektarverðum árangri í eplarækt.

Leyfi gefið til byggingar gróðrarstöðvar

Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur á Akranesi hefur skrifað undir samning um afnot af landi á Miðvogslækjarsvæði á Akranesi og hyggst byggja þar gróðrarstöð. Lóðin sem um ræðir er tæplega þrír hektarar að flatarmáli og við Þjóðveg 15. Skilgreindur er byggingarreitur fyrir starfsmannaaðstöðu á lóðinni, garðyrkjustöð og land til ræktunar. Í frétt um samninginn á vef Akraneskaupstaða segir að öll mannvirki skulu vera færanleg og hægt að taka þau niður með litlum fyrirvara. Leigutími landsins er til tuttugu ára.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira