Kallaðir út vegna hjartveiks manns við Glym

Fyrir stundu voru björgunarsveitir Landsbjargar á Vesturlandi kallaðar út vegna hjartveiks manns við fossinn Glym í Hvalfirði. Kenndi hann sér meins á göngu við fossinn og var haft samband við Neyðarlínuna. Aðstæður  voru metnar erfiðar og sýnt að bera þyrfti hinn sjúka langan veg niður að bílastæðunum. Þyrla Landhelgisgæslu var því kölluð út og tók hún manninn um borð. Er þyrlan nú á leið á Landspítalann með manninn til aðhlynningar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir