Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. Ágústa og Guðni.

Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands

Síðastliðinn laugardag voru 37 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar 2016 og Sævar Sigurðsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Kristinn Bragi Garðarsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2016. Við athöfnina fluttu Halla Margrét Jónsdóttir, Símon Orri Jóhannson, Jóna Alla Axelsdóttir og Ari Jónsson nokkur lög.

Þorbjörg Eva Ellingsen, sem útskrifaðist með stúdentspróf af náttúrufræðibraut á haustönn 2015, hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar.

Sigríður Indriðadóttir afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar. Námsstyrkurinn skiptist að þessu sinni jafnt á milli tveggja nemenda, þeirra Ingibjargar S. Sigurbjörnsdóttur sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut á haustönn 2015 og Sævars Berg Sigurðssonar sem lauk viðbótarnámi til stúdentsprófs eftir nám í rafvirkjun.

 

Viðurkenningar

Eftirfarandi nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félag- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga.

Sævar Berg Sigurðsson fyrir störf að félag- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Sævar Berg Sigurðsson fyrir góða ástundun og samskipti (Minningarsjóður Lovísu Hrundar Svavarsdóttur).

Kristinn Bragi Garðarsson fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2016 (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Gámaþjónusta Vesturlands).

Laufey María Vilhelmsdóttir fyrir ágætan árangur í íþróttum (Soroptimistasystur á Akranesi), hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar).

Elías Ólafsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum á námsbraut í bygginga- og mannvirkjagreinum (Norðurál), fyrir ágætan árangur í verklegum greinum (Katla Hallsdóttir og Ína Dóra Ástráðsdóttir).

Leó Jónsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum á námsbraut í bygginga- og mannvirkjagreinum (Meitill og GT Tækni).

 

Nú er sumar!

Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur í lokin og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Síðan risu gestir úr sætum og sungu saman ljóð Steingríms Thorsteinssonar, Nú er sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira