
Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands
Síðastliðinn laugardag voru 37 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar 2016 og Sævar Sigurðsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Kristinn Bragi Garðarsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2016. Við athöfnina fluttu Halla Margrét Jónsdóttir, Símon Orri Jóhannson, Jóna Alla Axelsdóttir og Ari Jónsson nokkur lög.
Þorbjörg Eva Ellingsen, sem útskrifaðist með stúdentspróf af náttúrufræðibraut á haustönn 2015, hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar.
Sigríður Indriðadóttir afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar. Námsstyrkurinn skiptist að þessu sinni jafnt á milli tveggja nemenda, þeirra Ingibjargar S. Sigurbjörnsdóttur sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut á haustönn 2015 og Sævars Berg Sigurðssonar sem lauk viðbótarnámi til stúdentsprófs eftir nám í rafvirkjun.
Viðurkenningar
Eftirfarandi nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félag- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga.
Sævar Berg Sigurðsson fyrir störf að félag- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
Sævar Berg Sigurðsson fyrir góða ástundun og samskipti (Minningarsjóður Lovísu Hrundar Svavarsdóttur).
Kristinn Bragi Garðarsson fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2016 (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Gámaþjónusta Vesturlands).
Laufey María Vilhelmsdóttir fyrir ágætan árangur í íþróttum (Soroptimistasystur á Akranesi), hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar).
Elías Ólafsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum á námsbraut í bygginga- og mannvirkjagreinum (Norðurál), fyrir ágætan árangur í verklegum greinum (Katla Hallsdóttir og Ína Dóra Ástráðsdóttir).
Leó Jónsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum á námsbraut í bygginga- og mannvirkjagreinum (Meitill og GT Tækni).
Nú er sumar!
Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur í lokin og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Síðan risu gestir úr sætum og sungu saman ljóð Steingríms Thorsteinssonar, Nú er sumar.