Lambakjöt er þjóðarréttur Íslendinga

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var fyrir Kokkalandsliðið af Gallup þá telja Íslendingar að lambakjöt sé þjóðarréttur Íslendinga. Nærri 74% landsmanna álíta að lambakjöt og lambakjötsréttir séu þjóðarréttur Íslendinga. Rannsóknin var netkönnun framkvæmd á tímabilinu 22. mars – 1. apríl 2016. Úrtakið í könnuninni var 1418 manns á öllu landinu, 833 svöruðu eða 58,7%. Það sem var nefnt á eftir lambakjötsréttum var fiskur/ýsa með 5,9%, pylsa með 5,5% en 2,1% nefndu pizzu.

Hafliði Halldórsson, forseti klúbbs Matreiðslumanna og liðsmaður í Kokkalandsliðinu, segir: „Ég er mjög ánægður að það sé á hreinu hver þjóðarréttur Íslendinga er. En það felast jafnframt tækifæri í þessu fyrir íslenska matreiðslumenn og matarmenningu okkar sem reiðir sig á hágæða íslenskt hráefni. Lambakjöt er úrvalshráefni og einstakt á heimsvísu hvað varðar hreinleika og bragð. Ég ólst upp við lambið í minni æsku í sveitinni og þekki vel hverju einstakt það er og það er jafnframt mikið eldað á mínu heimili.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira