Lambakjöt er þjóðarréttur Íslendinga

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var fyrir Kokkalandsliðið af Gallup þá telja Íslendingar að lambakjöt sé þjóðarréttur Íslendinga. Nærri 74% landsmanna álíta að lambakjöt og lambakjötsréttir séu þjóðarréttur Íslendinga. Rannsóknin var netkönnun framkvæmd á tímabilinu 22. mars – 1. apríl 2016. Úrtakið í könnuninni var 1418 manns á öllu landinu, 833 svöruðu eða 58,7%. Það sem var nefnt á eftir lambakjötsréttum var fiskur/ýsa með 5,9%, pylsa með 5,5% en 2,1% nefndu pizzu.

Hafliði Halldórsson, forseti klúbbs Matreiðslumanna og liðsmaður í Kokkalandsliðinu, segir: „Ég er mjög ánægður að það sé á hreinu hver þjóðarréttur Íslendinga er. En það felast jafnframt tækifæri í þessu fyrir íslenska matreiðslumenn og matarmenningu okkar sem reiðir sig á hágæða íslenskt hráefni. Lambakjöt er úrvalshráefni og einstakt á heimsvísu hvað varðar hreinleika og bragð. Ég ólst upp við lambið í minni æsku í sveitinni og þekki vel hverju einstakt það er og það er jafnframt mikið eldað á mínu heimili.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir