Smávægilegar breytingar á afgreiðslustöð Olís í Borgarnesi

Þegar blaðamaður var staddur í Borgarnesi fyrr í vikunni brá hann sér inn fyrir dyr bensínstöðvar Olís til að greiða fyrir eldsneyti á blaðfákinn og kaupa blek í pennann, sem eins og allir vita er máttugri en sverðið. Blasti þá við honum að framkvæmdir stóðu yfir innanstokks á bensínstöðinni. Veggurinn að bakvið afgreiðsluborðið hafði verið fjarlægður að hluta og plast verið hengt fyrir. Þórður Jónsson stöðvarstjóri upplýsti blaðamann um að þar fyrir innan væri verið að stækka og bæta grill og eldhús stöðvarinnar. Enn fremur sagði hann að til stæði að lengja afgreiðsluborðið inn í stöðina í átt að ganginum, en þegar er búið að breyta því lítið eitt. Átti Þórður von á því að breytingum og endurbótum á stöðinni yrði að fullu lokið í næstu viku.

Líkar þetta

Fleiri fréttir