Meðfylgjandi er skjáskot af vef Símans af þeim stöðum sem ná 4G sambandi frá fyrirtækinu.

Síminn býður nú 4G samband í Grundarfirði og Búðardal

Grundarfjörur og Búðardalur hafa nú bæst við þá staði þar sem 4G samband frá Símanum næst. Þá vinnur Síminn að því að þétta 4G netið á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Akranesi á árinu. „Samtals nær 91% landsmanna 4G sambandi hjá Símanum. Á síðustu vikum hafa fjölmargir staðir bæst í hópinn. Auk tveggja fyrsnefndu staðanna tengdi Síminn Seyðisfjörð nýverið við 4G netið sitt. Síminn stefnir að því að tengja 93,5% landsmanna fyrir lok árs og stefnir næst á að setja upp 4G samband á Skagaströnd, Ólafsfirði, Fáskrúðsfirði og í Grenivík. Síminn hefur byggt upp farsímakerfið í takt við þarfir viðskiptavina sinna en gagnanotkun eykst jafnt og þétt. Gagnanotkunin fyrstu þrjá mánuði ársins jókst um 86% á milli ára,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Aðrir staðir sem bæst hafa við 4G það sem af er ári eru: Blönduós, Laugarvatn, Garður, Djúpivogur, Skógar undir Eyjafjöllum, Vík, Kirkjubæjarklaustur, Öndverðarnes, Borgarfjörður eystri og Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit.

Líkar þetta

Fleiri fréttir