Reglugerðardrögin taka bæði til lítilla fisk- og kjötvinnsla.

Rýmka reglur um lítil matvælafyrirtæki

Matvælastofnun vill vekja athygli á drögum að nýrri reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli. Þessi reglugerðardrög eru nú til kynningar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. „Markmiðið með nýrri reglugerð er að auðvelda sláturhúsum, fiskmörkuðum og litlum matvælafyrirtækjum að uppfylla kröfur í hollustuhátta- og eftirlitsreglugerðum. Þetta er gert með því að slá af ítrustu kröfum þannig að hægt sé að nota áfram hefðbundnar aðferðir á öllum stigum framleiðslu, vinnslu eða dreifingar matvæla. Enn fremur á reglugerðin að leiðbeina litlum matvælafyrirtækjum varðandi byggingar, skipulag og búnað ákveðinna starfsstöðva. Á vef atvinnuvegaráðuneytis er hægt að lesa um reglugerðardrögin. Þar kemur fram að veittur er frestur til 16. júní nk. til að koma athugasemdum varðandi drögin á framfæri við ráðuneytið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir