
Formannsefni kynna sig á sunnudaginn
Fjórir bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Þetta eru þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Þau munu heimsækja Akranes næstkomandi sunnudag og halda fund á Stillholti 16-18 klukkan 15. Frambjóðendurnir kynna sig og stefnumál sín og svara spurningum gesta.
-fréttatilkynning