F.v. Ásdís Magnúsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Jóhannes Finnur Halldórsson formaður FEBAN. Ljósm. Þjóðbjörn Hannesson.

Feban opnaði síðu og Facebook

Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni, FEBAN, opnaði nýja heimasíðu í gær og byrjaði auk þess með Facebook síðu. Báðar síðurnar eru undir heitinu; Feban. Það var Ásdís Magnúsdóttir, náttúrutalent á níræðisaldri sem opnaði heimasíðuna formlega. Af því tilefni færði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri henni blóm, sem Ásdís tók á móti fyrir hönd allra sem tilheyra þriðju kynslóðinni á Akranesi og nágrenni. Auk þessa kynningarstarfs stendur til að dreifa í hús fréttabréfi um starfsemi félagins á næstu dögum.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir