Nýja flotbryggjan.

Ný flotbryggja í Borgarneshöfn

Faxaflóahafnir hafa nú látið koma fyrir nýrri flotbryggju í höfninni í Borgarnesi. Skessuhorn sagði í vetur frá dýpkunarframkvæmdum við bryggjuna og nú er búið að koma nýju bryggjunni fyrir. Bryggjan mun auðvelda mjög útgerð smærri báta í Borgarnesi. Þó hafa staðkunnugir áhyggjur af sandburði sem berst á svæðið ofan úr ánum og firðinum. Sandur hleðst upp við höfnina og torveldar mjög siglingu til og frá Borgarneshöfn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir